Beiðni barst frá fiskiskipi í vanda

Frá útkallinu seinnipartinn í gær.
Frá útkallinu seinnipartinn í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Aðstoðarbeiðni barst síðdegis í gær frá fiskiskipi sem statt var um 15 sjómílur norðvestur af Garðskaga. Aðalskrúfa skipsins var óvirk en vélar í lagi, sem og bógskrúfa.

„Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein lagði úr Sandgerðishöfn rétt upp úr klukkan 17:30 og hélt áleiðis að fiskiskipinu. Engin yfirvofandi hætta var á ferðum, en ljóst að skipið kæmist ekki fyrir eigin vélarafli til hafnar,“ segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Þegar BS Hannes Þ. Hafstein kom að skipinu kom í ljós að erfitt myndi reynast að koma dráttartaug í stefni þess. Skipstjóri Hannesar óskaði þá eftir að BS Jóhannes Briem yrði kallaður út og yrði til taks. Vegna sjólags þurfti að sæta færi til að koma taug í skipið og gekk það brösuglega.

Ljósmynd/Landsbjörg

„Áhöfn Hannesar tókst þó að koma taug í skipið, en töldu rétt að halda för Jóhannesar áfram á staðinn, þar sem talsverð alda var í Garðskagaröstinni og einhverjar líkur taldar á að dráttartaugin gæti slitnað sökum þess að einungis var hægt að koma grennri taug í dráttarauga fiskibátsins,“ segir í tilkynningunni.

Jóhannes Briem var kominn á vettvang um tíuleytið í gærkvöldi og byrjaði á að kanna ástand dráttartaugar og tengingar hennar við fiskiskipið. Það leit vel út og því haldið áfram til hafnar í Njarðvík þar sem landa átti úr fiskiskipinu og taka það til viðgerðar. Jóhannes Briem fylgdi því skipunum til hafnar í Njarðvík. Þangað var komið rétt um miðnætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 444,55 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 578,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 280,58 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 159,93 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 174,24 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Sigrún Hrönn ÞH 36 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 887 kg
29.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 475 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 8 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 536 kg
29.4.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 5.425 kg
Þorskur 183 kg
Ufsi 15 kg
Skarkoli 9 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 5.634 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 444,55 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 578,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 280,58 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 159,93 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 174,24 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Sigrún Hrönn ÞH 36 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 887 kg
29.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 475 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 8 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 536 kg
29.4.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 5.425 kg
Þorskur 183 kg
Ufsi 15 kg
Skarkoli 9 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 5.634 kg

Skoða allar landanir »