„Ef við veiðum þetta ekki missum við þetta“

Guðni Ólafsson VE var öflugasta línuskipið á Norður-Atlantshafi. Skipið var …
Guðni Ólafsson VE var öflugasta línuskipið á Norður-Atlantshafi. Skipið var sérsmíðað fyrir túnfiskveiðar. Morgunblaðið/Sigurgeir

Fyrrverandi túnfiskútgerðarmaðurinn Guðjón R. Rögnvaldsson í Vestmannaeyjum telur mikilvægt að reynt verði að veiða þann túnfisk sem Ísland á tilkall til, en telur að stjórnvöld verði að styðja betur við bakið á þeim sem vilja stunda slíkar veiðar. Hann hefur sjálfur reynslu af slíkri útgerð upp úr aldamótum og segir mikil verðmæti í húfi.

Engin útgerð hefur lagt í túnfiskveiðar á undanförnum fimm árum og hefur komið í ljós að lagabreyting sem var gerð til að heimila íslenskum útgerðum að taka á leigu sérhæfð skip fyrir slíkar veiðar stangast á við alþjóðaskuldbindingar Íslands.

Guðjón segir, í viðtali í síðasta blaði 200 mílna, liggja augum uppi að stjórnvöld verði að styðja við mögulegar veiðar á bláuggatúnfiski ef einhver eigi að þora að fjárfesta í skipi og búnaði sem þarf til að stunda veiðarnar, ekki síst heimila veiðar á öðrum tegundum út fyrir 200 mílur.

„Þetta verða að vera skip með getu til djúpfrystingar til að þetta sé hægt. Það verður líka að vera hægt að gera eitthvað annað með þetta skip til að hafa næg verkefni,“ segir hann og bendir á að túnfiskveiðar séu aðeins stundaðar hluta af ári.

Matvælaráðuneytið sagði nýverið í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að „stjórnvöld hafa hvatt samtök fyrirtækja í sjávarútvegi til að beita sér fyrir því að útgerðir nýti þessar veiðiheimildir, en þörf er á sérhæfðu skipi til þess með mikla frystigetu. Ekki verður þó um ríkisstyrki að ræða í þeim efnum.“

Guðjón segir ekki endilega þörf á beinum ríkisstyrkjum en telur þurfa að skoða afslætti á sköttum og opinberum gjöldum og/eða tryggja að hægt verði að sækja á aðrar tegundir sem henta línuskipum sem hönnuð eru fyrir úthafsveiðar. „Það verður að hjálpa til, þetta gerist ekki öðruvísi. Það þarf að fá einhverja plúsa til að þetta gangi upp. Það eru mikil verðmæti í þessu fyrir þjóðarbúið ef maður nær þessum kvóta.“

Hefur hann áhyggjur af því að tilkall Íslendinga til hlutdeildar í veiðunum kunni að hverfa. „Ef við veiðum þetta ekki missum við þetta. Það er bara þannig.“

Öflugasta línuskipið á Norður-Atlantshafi

Reynslu Guðjóns af túnfiskútgerð má rekja til félagsins Ístúns hf. sem stofnað var 1999 í þeim tilgangi að láta smíða sérhannað skip fyrir túnfisk- og línuveiðar á úthafinu. „Þetta var mikil fjárfesting að láta smíða skip bara fyrir þetta með þessari frystigetu. Það voru stórir fjárfestar með okkur í þessu. Við virkilega reyndum þetta,“ rifjar Guðjón upp.

Meðal fjárfesta voru Burðarás hf., Sjóvá-Almennar hf., Skeljungur hf., Þróunarfélag Íslands hf., Hekla hf., Radíómiðun hf. og Friðrik A. Jónsson ehf.

Guðjón hafði frumkvæði að verkefninu ásamt félaga sínum Guðna Ólafssyni skipstjóra sem átti hugmyndina að smíðinni, en Guðni lést á meðan skipið var í smíðum.

Viðtalið við Guðjón má lesa í blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.24 427,39 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.24 559,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.24 273,59 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.24 314,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.24 137,27 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.24 157,45 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.24 212,18 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 10.234 kg
Ýsa 1.973 kg
Skarkoli 1.613 kg
Þorskur 212 kg
Samtals 14.032 kg
15.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.972 kg
Ýsa 1.999 kg
Steinbítur 958 kg
Keila 228 kg
Samtals 10.157 kg
15.5.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.507 kg
Samtals 1.507 kg
15.5.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Skarkoli 793 kg
Þorskur 542 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.5.24 427,39 kr/kg
Þorskur, slægður 15.5.24 559,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.5.24 273,59 kr/kg
Ýsa, slægð 15.5.24 314,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.5.24 137,27 kr/kg
Ufsi, slægður 15.5.24 157,45 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 15.5.24 212,18 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.5.24 Silfurborg SU 22 Dragnót
Steinbítur 10.234 kg
Ýsa 1.973 kg
Skarkoli 1.613 kg
Þorskur 212 kg
Samtals 14.032 kg
15.5.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 6.972 kg
Ýsa 1.999 kg
Steinbítur 958 kg
Keila 228 kg
Samtals 10.157 kg
15.5.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.507 kg
Samtals 1.507 kg
15.5.24 Hilmir ST 1 Grásleppunet
Grásleppa 1.851 kg
Skarkoli 793 kg
Þorskur 542 kg
Samtals 3.186 kg

Skoða allar landanir »