Norn leidd að báli á Hólmavík

Nornin var leidd í fjötrum í skrúðgöngu frá Bragganum og …
Nornin var leidd í fjötrum í skrúðgöngu frá Bragganum og niður á strönd. Þar var hún leyst úr böndunum og kveikti hún sjálf í báli. mbl.is/Árni Sæberg

Norn var leidd að báli á Hólmavík í gærkvöldi. Um var að ræða viðburð sem nefnist Frelsun nornarinnar og er hluti af lista- og menningarhátíðinni Galdrafár á Ströndum.

Nornin var leidd í fjötrum í skrúðgöngu frá Bragganum og niður á strönd. Þar var hún leyst úr böndunum og kveikti hún sjálf í báli.

Galdrar og fornnorræn menning

„Þetta er lista- og menningarhátíð með flúrum, fyrirlestrum, tónlist, markaði, blóti og brennu og alls konar skemmtilegu,“ segir Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir, forsvarsmaður hátíðarinnar.

Þema hátíðarinnar er galdrar og fornnorræn menning. Á þriðja hundrað manns sóttu hátíðina í gær, að sögn Hrafnhildar.

Hátíðin er haldin í samstarfi við galdrasafnið á Hólmavík sem nefnist Galdrasýning á Ströndum, og einnig í samstarfi við Galdur brugghús á Hólmavík.

Hátíðin er haldin í fyrsta sinn núna um helgina, en Hrafnhildur segir að mikill vilji sé til þess að halda hana árlega héðan í frá.

Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir.
Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingaþorp í bænum

Um hátíðina stendur á Facebook-viðburði hátíðarinnar: 

„Gestir fá að ganga um lítið víkingaþorp, taka þátt í vinnustofum, heimsækja Galdrasýningu á Ströndum og læra um sögu galdra, hlusta á dáleiðandi tónlist og sækja fræðslur um hina ýmsu fornnorrænu siði sem tóku þátt í að skapa hið yfirnáttúrulega ívaf sem gerir Ísland svo heillandi og vafið dulúð.“

Vefur hátíðarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg