Atli Örvarsson hlaut BAFTA verðlaunin

Atli Örvarsson tónskáld.
Atli Örvarsson tónskáld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kvik­myndatón­skáldið og pí­an­ist­inn Atli Örvars­son hlaut í kvöld bresku kvik­mynda- og sjón­varps­verðlaun­in BAFTA fyr­ir tónlist sem hann samdi fyr­ir þáttaröðina Silo. Þetta eru fyrstu BAFTA verðlaun Atla.

Þætt­irn­ir voru fram­leidd­ir af AMC Studi­os og sýnd­ir á Apple TV+.

Í sam­tali við Ak­ur­eyri.net sagði hann til­nefn­ing­una mik­inn heiður. Hann hafi flutt til London fyr­ir einu og hálfu ári síðan til að vinna við þáttaröðina. Því sé sér­stak­lega ánægju­legt að upp­skera þessa viður­kenn­ingu.

Þrjú önnur voru tilfnefnd í sama flokki og Atli, það voru Na­talie Holt fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Loki, Bla­ir Mowat fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Nolly og Adiescar Chase fyr­ir tónlist í þáttaröðinni Heart­stopp­er.

Fleiri Íslend­ing­ar hafa hlotið BAFTA verðlaun­in, t.a.m. Hild­ur Guðna­dótt­ir fyr­ir tón­list­ina í kvik­mynd­inni Joker, Ólaf­ur Arn­alds fyr­ir tón­list­ina í þátt­un­um Broa­dchurch, Val­dís Óskars­dótt­ir fyr­ir klipp­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar The Eternal Suns­hine of the Spot­less Mind og Daði Einarsson fyrir tækni­brell­ur í The Witcher.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg