Forsætisráðherrann tilkynnir ákvörðun sína í dag

Eiginkona forsætisráðherrans er sökuð um spillingu.
Eiginkona forsætisráðherrans er sökuð um spillingu. AFP/Oscar Del *Pozo

Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, tilkynnir í dag hvort hann ætli að segja af sér vegna ásakana um spillingu á hendur eiginkonu hans, Begoña Gómez.

Sánchez hefur vísað ásökunum á bug en dómari ákvað í síðustu viku að hefja rannsókn á fyrirtæki eiginkonu hans vegna málsins. Er hún sökuð um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til hagsbóta fyrirtækisins.

Ásakanirnar koma frá samtökunum Manos Limpias sem eru sögð hafa tengsl við öfgakennda þjóðernissinna. 

Sánchez hefur sagst vera að íhuga að segja af sér vegna málsins og að hann ætli að tilkynna ákvörðun sína í dag. Eins og áður sagði hefur hann þó vísað ásökunum á bug. Segir hann þær rógburð.

Þúsundir stuðningsmanna hans hafa hvatt hann til þess að láta ekki undan þrýstingi og sitja áfram í embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert