Aðeins níu meðmælendur í öðru framboðinu

Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, sést hér fyrir miðju á fundinum …
Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, sést hér fyrir miðju á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðeins níu meðmælendur fylgdu öðru framboðinu til embættis forseta Íslands sem var metið ógilt af landskjörstjórn í morgun.

Þetta segir Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, spurð út í hvað hafi vantað upp á hjá framboðunum tveimur sem voru úrskurðuð ógild, eða hjá Kára Vilmundarsyni Hansen og Viktori Traustasyni.

Ekki getið um lögheimili

Í hinu framboðinu, þar sem meðmælendalistarnir voru á pappír, var í engu tilfelli getið um lögheimili og í sumum tilfellum ekki um kennitölu, eins og ófrávíkjanleg skilyrði eru um í lögum. Þar að auki skorti verulega á að tilskildum fjölda meðmælenda hefði verið náð.

Aðspurð segir Kristín að mikið hafi mætt á starfsfólki landskjörstjórnar að undanförnu.

„Það hefur verið gífurlega mikil vinna af því að það þarf að slá inn alla pappírslistana til að geta farið í samanburðinn og þetta er mikil nákvæmnisvinna og þarf að vinnast á stuttum tíma. Ég er afar stolt af starfsfólki landskjörstjórnar hvernig það hefur unnið þetta,” segir hún.

Næstu skref landskjörstjórnar eru að sinna fræðsluhlutverki, leiðbeina umboðsmönnum og aðstoða þá m.a. við utankjörfund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert