Hildur Ýr nýr formaður

Hildur er nýr formaður.
Hildur er nýr formaður. Ljósmynd/Aðsend

Hildur Ýr Viðarsdóttir er nýr formaður stjórnar Húseigendafélagsins en ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins á dögunum. Sigurður Orri Hafþórsson hefur auk þess tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins. 

Hildur, sem er hæstaréttarlögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Landslaga, tekur við Sigurði Helga Guðjónssyni sem gaf ekki kost á sér til setu í stjórn félagsins áfram.

Sigurður hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2019 sem lögfræðingur og síðar lögmaður.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sigurður Orri hefur tekið við sem framkvæmdastjóri.
Sigurður Orri hefur tekið við sem framkvæmdastjóri. Ljósmynd/Aðsend

Þrjú ný til viðbótar í stjórnina

Þá komu ný inn í stjórn félagsins Sæunn Björk Þorkelsdóttir, Andrea Sigurðardóttir og Sigmundur Grétar Hermannsson. Gestur Óskar Magnússon situr áfram í stjórn en hann var kjörinn til tveggja ára á síðasta ári.

„Sæunn starfar við VP innkaupastýringar hjá Controlant en hafði áður verið forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip. Andrea er blaðamaður á Morgunblaðinu og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, síðast sem verkefnastjóri í samskiptum hjá Marel. Sigmundur Grétar er húsasmíðameistari og eigandi Fagmats, en fyrirtækið sérhæfir sig í ástandsskoðun og rakamælingum fasteigna og faglegri ráðgjöf því viðvíkjandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert