Krefjast lengra varðhalds vegna andláts konu

Rannsókn málsins stendur yfir.
Rannsókn málsins stendur yfir. mbl.is/Þorgeir

Embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra gerir kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem var handtekinn vegna andláts konu í fjölbýlishúsi á Akureyri fyrir viku síðan.

Þetta segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, aðspurð.

Maðurinn og konan voru sambýlisfólk.

Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra um gæsluvarðhaldið þarf að liggja fyrir fyrir klukkan 16 í dag.

Páley segir rannsókn málsins ganga með hefðbundnum hætti en nefnir að mikið álag sé á rannsóknardeild lögreglunnar. 

Aðspurð segist hún ekki geta svarað um aldur mannsins eða hvort játning liggi fyrir í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert