Nýtt nám fyrir fatlað fólk

Fötluð ungmenni eiga gjarnan erfitt uppdráttar eftir að þau ljúka framhaldsskólanámi og hefja leit að vinnu. Nýtt úrræði sem snýr að færninámskeiðum er nú í startholunum og er það hannað til að bæta ástandið til muna. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, settist í Dagmálsmyndver Árvakurs og útskýrði hvað mun breytast og hvernig nýju úrræðin munu koma til með að bæta hag fatlaðs fólks á vinnumarkaði.

Nám til að auka færni

„Við viljum finna leiðir til að auka atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Við erum með hugmyndir í pípunum sem eru til þess fallnar að styðja við það sem stjórnvöld eru búin að ákveða að gera. Nýlega var samþykkt á Alþingi landsáætlun um málefni fatlaðs fólks þar sem tekið er á öllum þáttum fatlaðs fólks, þar á meðal atvinnuþátttöku,“ segir Sara. 

„Mitt verkefni er að leiða ólíka aðila saman til að skapa aukin tækifæri. Í haust leggjum við af stað með nýtt nám fyrir fullorðið fatlað fólk sem er í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun og vantar tækifæri til að auka færni sína svo þau séu betur til þess fallin að vera ráðin inn í störf,“ segir Sara.

„Hingað til hefur það því miður verið þannig að fatlað fólk yfir tvítugt, eftir að það útskrifaðast af starfsbrautum í framhaldsskóla, fær ekki tækifæri til að stunda nám. Háskóli Íslands hefur verið með starfstengt diplómanám til að auka færni en það dugar ekki til fyrir þann hóp sem árlega útskrifast úr framhaldsskólum. Ef þetta verkefni gengur upp, erum við búin að opna alveg nýja leið fyrir þennan hóp sem sannarlega getur og vill taka þátt í atvinnulífinu.“

Viðtalið í heild er opið áskrifendum hér

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert