Ökuníðingur enn í haldi – „Mildi að ekki fór verr“

Skýrsla verður tekin í dag af ökumanninum sem var handtekinn í gærkvöldi eftir að lögreglan veitti honum eftirför í Voga- og Laugarneshverfi. 

„Það þarf að taka skýrslu af honum í morgunsárið og spyrja hann út í þetta,” segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort maðurinn sé enn í haldi.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hefur hann áður komið við sögu hjá lögreglunni. Ók hann á ofsahraða um vistgötur.

„Það stafaði mikil hætta af háttsemi þessa einstaklings og var mikil mildi að ekki fór verr,” segir Ásmundur Rúnar. „Við lítum þetta alvarlegum augum.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert