Verður næsti stjóri ítalska stórliðsins

Julen Lopetegui.
Julen Lopetegui. AFP/Adrian Dennis

Julen Lopetegui verður næsti knattspyrnustjóri ítalska stórliðsins AC Milan.

Það er Gazetta dello Sport sem greinir frá þessu en í frétt miðilsins kemur meðal annars fram að Spánverjinn hafi tilkynnt forráðamönnum West Ham að hann sé að taka við ítalska stórliðinu.

Lopetegui, sem er 57 ára gamall, stýrði síðast Wolves í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið án starfs síðan hann hætti óvænt með enska liðið rétt áður en yfirstandandi tímabil hófst.

Hann hefur einnig stýrt liðum á borð við spænska landsliðinu, Real Madrid, Sevilla og Porto á ferlinum.

Talið er næsta víst að Stefano Pioli verði látinn taka pokann sinn að tímabilinu loknu en AC Milan er með 70 stig í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar, 19 stigum minna en topplið Inter Mílanó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert